Tindaöxl lokuð, skíðagöngubraut klár kl 10

Það þarf ekkert að fara meira yfir hertar sóttvarnarreglur, svona er bara staðan. Veður er frábært, sól, -10° og nánast logn!

Skíðasvæðið í Tindaöxl er lokað.

Skíðagöngubraut verður klár kl 10 við golfskála Golfklúbbs Fjallabyggðar. Hringurinn er 6 km, nýr snjór er yfir öllu svo aðstæður eru frábærar. Brautin liggur m.a. norður hlíðar Ósbrekkufjalls með frábært útsýni yfir Ólafsfjörð. 

Brautargjald er 800 kr, fyrir 18 ára og eldri. Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning SÓ:
kt 591001-2720, reikn 0347-03-400665