Tólf titlar til SÓ á öðrum keppnisdegi SMÍ !

Elsa Guðrún fyrir miðju, sigraði í dag 10km göngu kvenna, FIS mót og tvíkeppni kvenna á SMÍ 2022
Elsa Guðrún fyrir miðju, sigraði í dag 10km göngu kvenna, FIS mót og tvíkeppni kvenna á SMÍ 2022

Skíðamót Íslands hélt áfram við fínar aðstæður á Ólafsfirði og Dalvík í dag. Keppt var í stórsvigi á Dalvík og skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á Ólafsfirði.

Óhætt er að segja að okkar fólk hafi staðið sig frábærlega í dag og raunin varð 10 titlar til okkar fólks í alpagreinum og skíðagöngu.
Svava Rós Kristófersdóttir og Árni Helgason opnuðu daginn með sigrum í 3,5km göngu í flokki 13-14 ára. Guðrún Ósk Auðunnsdóttir varð í þriðja sæti í sama flokki og Silja Rún Þorvaldsdóttir í fimmta sæti.
Meistari meistaranna lét svo að sér kveða í 10km göngu kvenna en Elsa Guðrún Jónsdóttir sigraði þar með yfirburðum og bætti enn einum Íslandsmeistaratitlinum í safnið. Við tóku "Masters" flokkar 35-49 ára en þar sigraði Lísebet Hauksdóttir kvennaflokkinn og Kristófer Beck Elísson varð annar í karlaflokki og Helgi Reynir Árnason þriðji. Sigurbjön Þorgeirsson sigarði svo Masters 50+.
Til að kóróna daginn sigarði Matthías Kristinsson stórsvig karla á Dalvík og var hann með besta tímann af öllum keppendum í báðum ferðum stórsvigsins. Með því að sigra karlaflokkinn vann hann í leiðinni sinn flokk, 16-17 ára drengir, og þar með tvíkeppnina þar líka.
Í dag voru einnig veitt verðlaun fyrir tvíkeppni í skíðagöngu og alpagreinum en þar gildir samanlagður árangur keppanda laugardag og sunnudag. Svava Rós, Árni, Elsa og Matthías unnu öll tvíkeppnina í sínum flokkum auk þess sem Elsa og Matthías sigruðu FIS mót dagsins. Silja Rún varð svo þriðja sæti í tvíkeppninni í flokki 13-14 ára stúlkna.

Frábær dagur fyrir SÓ, en mótahald gekk ljómandi vel í alla staði á SMÍ þrátt fyrir snjóleysið.