UMÍ hófst í dag með stórsvigi

Í dag hófst keppni á Unglingameistaramóti Íslands sem fram fer í Oddsskarði. Keppt var í stórsvigi.

Skarphéðinn Torfason, Dawid Saniewski og Bríet Brá Gunnlaugsdóttir kepptu í flokki 14-15 ára og þær Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Natalía Perla Kulesza í flokki 12-13 ára stúlkna 

Öll úrslit mótsins má finna á facebooksíðunni Unglingameistaramót Íslands Oddsskarði 2022 og einnig ráslista morgundagsins.

Á morgun verður keppt í svigi og hefst keppni kl 8:45