Unglingameistaramót Íslands

Unglingameistaramót Íslands fór fram í Bláfjöllum 24.-26. mars síðastliðinn.

Skíðafélag Ólafsfjarðar átti fjórar flottar stúlkur sem tóku þátt í mótinu. Þær, Bríet Brá Gunnlaugsdóttir, Aníta Heiða Kristinsdóttir og Hanna Valdís Hólmarsdóttir kepptu í flokki 14-15 ára stúlkna og Fjóla María Gunnlaugsdóttir keppti í flokki 12-13 ára stúlkna.

Á föstudag var keppt í stórsvigi, á laugardag í svigi og á sunnudag var keppt í samhliðasvigi.

Stelpurnar stóðu sig ljómandi vel þó nokkuð hafi verið um erfiðleika í brautunum og útúr keyrslur.

Því miður erum við ekki að finna úrslit mótsins sem stendur en vonandi náum við að tengja þau við fréttina