Vinnudag á morgun, laugardag

Rör grafin niður við lyftuna í dag.
Rör grafin niður við lyftuna í dag.

Stefnan er sett á vinnudag á morgun, laugardaginn 24.október sem jafnframt er fyrsti vetrardagur.

Mæting er kl 10 upp í skíðaskála og stefnum við á að setja járn á þakið á lyftuskúrnum, fara með rusl, slá upp grunn fyrir tímatökuhúsi og fara í girðingar Bárubraut og/eða lyftunni.

Vonumst við til að sjá sem flesta, veðurspáin er ekkert svakalega flott og við förum auðvitað ekkert í þetta ef veður er galið.