Fréttir

Skíðafélag Ólafsfjarðar 20 ára

Í dag, 18.október eru 20 ár frá stofnun Skíðafélags Ólafsfjarðar. Sá er þetta ritar er því miður ekki með þessa 20 ára sögu alveg á hreinu, en óhætt er að segja að félagið hefur alla tíð átt kjarna af fólki sem hefur unnið ómetanlegt starf í sjálfboðavinnu. Félagið hefur dafnað vel og mun vonandi gera það áfram um ókomna tíð.