Fréttir

Æfingar fyrir 17 ára og eldri, skíðaganga

Skíðafélag Ólafsfjarðar setur nú loks af stað æfingar fyrir 17 ára og eldri. Allir velkomnir

Matthías á HM unglinga í Frakklandi!

Okkar maður Matthías Kristinsson hefur verið valinn til að keppa á Heimsmeistaramóti Unglinga fyrir Íslands hönd. Mótið fer fram í Frakklandi.

Árskort á tilboði til 31.janúar.

Nú eru síðustu forvöð að fá árskort hjá okkur á tilboði, en 1.febrúar rennur tilboðið á þeim út.

Foreldrafundur 24.jan kl 20:00

Miðvikudaginn 24.janúar verður kynningarfundur haldinn í skíðaskálanum kl 20:00. Farið yfir starfið framundan og mikilvægt að sem flestir mæti.

Fjölskyldu sunnudagar hjá SÓ!

Í vetur verður mikið um að vera á sunnudögum hjá okkur í Tindaöxl og Bárubraut. Æfingar fyrir alla aldurshópa kl 13-15 bæði fyrir alpagreinar og skíðagöngu. Við hvetjum fólk til að taka þátt í þessu með okkur, koma á skíði og hafa gaman saman.

Bikarmót SKÍ, skíðagöngu

Um liðna helgi fór fram Bikarmót SKÍ í skíðagöngu á Akureyri. Keppt var í flokkum 13 ára og eldri og átti SÓ sjö þátttakendur á mótinu.

Æfingatöflur vetrarins

Nú eru æfingatöflur vetrarins klárar og frábært starf framundan fyrir börn á öllum aldri. Í fyrsta skipti í langan tíma erum við með skipulagðar æfingar fyrir leikskólabörn.

Matthías fær styrk frá Ólympíusamhjálpinni til 2026

Ólympíusamhjálpin styrkir íþróttafólk vegna undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikana á Ítalíu 2026.