Fréttir

Vinnudag á morgun, laugardag

Stefnan er sett á vinnudag á morgun, laugardaginn 24.október sem jafnframt er fyrsti vetrardagur.

SÓ 19 ára í dag

Skíðafélag Ólafsfjarðar var stofnað 18.október 2001 og er því 19 ára í dag. Öflugt starf hefur ávalt verið í SÓ frá stofnun og er mikið um að vera hjá félaginu þessa dagana.

Skráning hafin í Fjarðargönguna

Í dag opnuðum við fyrir skráningu í Fjarðargönguna 2021. Fjarðargangan verður græn í þetta sinn, þátttökufjöldi miðast við hámark 300 manns og aðal atriðið er að koma, njóta, skora á sjálfan sig og hafa gaman!

Flottur vinnudagur

Áfram var haldið í dag, laugardaginn 3.október. Borið á skúrana og net löguð í Bárubraut. Komið með efni í grunninn fyrir tímatökuhúsið og því komið á sinn stað!

Dregið í hjólaratleik

Í byrjun september setti SÓ upp hjólaratleik. Þátttakan var ekki mikil að þessu sinni en nú höfum við dregið út einn heppinn.

Húsin ganga vel

Nú er búið að reisa bæði nýjan lyftuskúr og stangaskúr (geymslu). Húsin eru hvort um sig 14,8m2 og líta hrikalega vel út. Húsin hafa verið reist í sjálfboðavinnu og eru nánast fullfrágengin.