Bikarmót / FIS 2023

Vinnudagur 4.sept

Á morgun laugardaginn 4.september ætlum við að hittast upp í skíðaskála og taka til hendinni. Mikilvægt að koma haustverkunum í gang og vonandi sjá einhverjir sér fært að mæta og aðstoða okkur.

Aðalfundur SÓ

Aðalfundur Skíðafélags Ólafsfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 25.maí kl 20 í skíðaskálanum í Tindaöxl.

Troðin 4 km hringur á Skeggjabrekkudal

Í dag er búið að troða ca 4km hring á Skeggjabrekkudal. Veður er fínt til skíðaiðkunar, Norðan 4, mínus 1 og smá él.

Staðan 28.apríl

Lögð var braut í Skeggjabrekkudal í gærkveldi. Afsakið hvað þetta kemur seint hér inn.....

Staðan 25.apríl

Skíðagöngubraut er tilbúin á Skeggjabrekkudal, um 8km.

Staðan 24. apríl

Geggjað veður í dag í firðinum fagra og 8km skíðagöngubraut klár kl 10

Staðan 23.apríl

Nú höfum við alveg klikkað að setja hér inn á síðuna, en það er að sjálfsögðu enn skíðagöngubraut á Skeggjabrekkudal.

Staðan 17.apríl

Nú kl 9:30 er verið að troða skíðagöngubraut í Skeggjabrekkudal. Veður er gott, logn, 5° hiti og alskýjað.

Staðan 16.apríl

Núna kl 09 er frábært veður í firðinum fagra. Sól, logn og 5 stiga hiti. Brautin er klár á Skeggjabrekkudal!

Staðan 14.apríl

Nú kl 12 er búið er að troða á Skeggjabrekkudal 8km hring. Veður er frábært, 5° hiti, sól og smá gola.