23.04.2021
Nú höfum við alveg klikkað að setja hér inn á síðuna, en það er að sjálfsögðu enn skíðagöngubraut á Skeggjabrekkudal.
17.04.2021
Nú kl 9:30 er verið að troða skíðagöngubraut í Skeggjabrekkudal. Veður er gott, logn, 5° hiti og alskýjað.
16.04.2021
Núna kl 09 er frábært veður í firðinum fagra. Sól, logn og 5 stiga hiti. Brautin er klár á Skeggjabrekkudal!
14.04.2021
Nú kl 12 er búið er að troða á Skeggjabrekkudal 8km hring. Veður er frábært, 5° hiti, sól og smá gola.
11.04.2021
Nú klukkan 10 er -2° í firðinum fagra, logn og alskýjað. Við ætlum ekki að gera nýtt spor á Skeggjabrekku í dag, enda brautin fín frá í gær.
10.04.2021
Geggjað veður, geggjað færi, 10km hringur, allir út að leika!
09.04.2021
Geggjað veðurútlit næstu daga. Nú kl 9:00 er búið að troða 7,5km hring í golfvellinum í Skeggjabrekkudal. Veður er frábært hæg breytileg átt, -3° og léttskýjað.
07.04.2021
Verið er að troða braut á Skeggjabrekku, ca 6-7km. Veður er þannig að það gengur á með éljum, -4°og nánast logn.
06.04.2021
Búið er að troða 7km hring á Skeggjabrekku. Veður er frábært, er að létta til, logn og -6°, gerist ekki betra.
05.04.2021
Í dag er fínasta veður, skýjað, nánast logn, -8° og snjóblinda. Verið er að troða braut á Skeggjabrekku og verður hún tilbúin um kl 10:30