SMÍ 2022

Staðan 6.apríl kl 13:00

Búið er að troða 7km hring á Skeggjabrekku. Veður er frábært, er að létta til, logn og -6°, gerist ekki betra.

Staðan 5.apríl kl 10:00

Í dag er fínasta veður, skýjað, nánast logn, -8° og snjóblinda. Verið er að troða braut á Skeggjabrekku og verður hún tilbúin um kl 10:30

Staðan 3.apríl

Í dag er mjög hvasst í firðinum fagra. SV 18m og 24m í hviðum og hiti 7°.

Staðan 2. apríl

Núna kl 9 er verið að troða skíðagöngubraut á Skeggjabrekkudal. Veður er frábært, sól, hiti 4° og gjóla.

Staðan 1.apríl

Núna kl 10 er búið að troða 6km hring í Skeggjabrekkudal. Logn er á dalnum en nokkur gjóla undir Óskbrekkufjalli.

Tindaöxl lokuð, skíðagöngubraut klár kl 10

Í dag og næstu vikur verður skíðasvæðið í Tindaöxl lokað vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Skíðagöngubraut verður klár um kl 10 á Skeggjabrekkudal. Veður er nú frábært, sól, -10° og nánast logn.

Staðan 25.mars

Þá er Covid skollið á okkur enn og aftur. Við bíðum átekta með að gefa út hver staðan er í raun hjá okkur og erum að leita upplýsinga.

Troðarinn kominn í lag

Troðarinn bilaði hjá okkur síðastliðinn sunnudag og var von á varahlutum í dag, sem því miður komu ekki og eru víst ekkert á leiðinni.

Staðan í dag 14.mars kl 12:10

Nú höfum við tekið á móti nýrri sendingu af snjó undanfarna þrjá sólahringa. Aðstæður líta hrikalega vel út en töluverð vinna er eftir til að koma Skíðasvæðinu okkar í gang. Við stefnum á að hafa það klárt um hádegi á morgun, sunnudag.

Stefnan sunnudaginn 14.mars

Nú höfum við tekið á móti nýrri sendingu af snjó undanfarna þrjá sólahringa. Aðstæður líta hrikalega vel út en töluverð vinna er eftir til að koma Skíðasvæðinu okkar í gang. Við stefnum á að hafa það klárt um hádegi á morgun, sunnudag.