Fréttir

Staðan í dag 14.mars kl 12:10

Nú höfum við tekið á móti nýrri sendingu af snjó undanfarna þrjá sólahringa. Aðstæður líta hrikalega vel út en töluverð vinna er eftir til að koma Skíðasvæðinu okkar í gang. Við stefnum á að hafa það klárt um hádegi á morgun, sunnudag.

Stefnan sunnudaginn 14.mars

Nú höfum við tekið á móti nýrri sendingu af snjó undanfarna þrjá sólahringa. Aðstæður líta hrikalega vel út en töluverð vinna er eftir til að koma Skíðasvæðinu okkar í gang. Við stefnum á að hafa það klárt um hádegi á morgun, sunnudag.

Keppni á Bikarmótum lokið í dag

Nú er keppni lokið á Bikarmótunum í Oddsskarði og Ísafirði. Keppendur okkar stóðu sig ljómandi vel en í Oddsskarði var keppt í stórsvigi en á Ísafirði í skíðagöngu með frjálsri aðferð.

Staðan 6.mars

Í dag er staðan þannig í snjóleysinu að Bárubraut er troðin 3,5km, braut er einnig í Skeggjabrekku 5km og skíðasvæðið í Tindaöxl er einungis opið fyrir æfingar SÓ.

Bikarmót um helgina....

Um helgina er SÓ með þátttakendur bæði í bikarmótum í alpagreinum og skíðagöngu. Bikarmót í alpagreinum er haldið í Oddsskarði en bikarmót í skíðagöngu á Ísafirði.

Staðan 3.mars kl 16:00 UPPFÆRT

Frábært veður í firðinum í dag. Búið er að troða Bárubraut 3,5km hring en því miður eru aðstæður á "veginum" ekki góðar en annars er brautin bara nokkuð góð. Verið er að vinna við toglyftuna og óvíst að það klárist fyrir kl 16 í dag.

Staðan 25.febrúar, uppfært

Geggjað veður í dag og um að gera að skella sér á skíði.

Frábær aðsókn í byrjendanámskeið

Undanfarið hafa verið í gangi byrjendanámskeið hjá SÓ í alpagreinum. Frábær aðsókn hefur verið hjá krökkunum og stefnir í að 14 nýliðar á aldrinum 4-6 ára verði lyftufærir á næstunni.

Tindaöxl lokuð í dag

Því mður er skíðasvæðið í Tindaöxl lokað í dag vegna bilunar í toglyftu. Búið er að spora Bárubraut og knattspyrnuvöllinn.

Frábær dagur hjá SÓ

Mikið var um að vera á skíðasvæðinu í Tindaöxl í dag, tvö námskeið með 110 manns í Bárubraut og 60 manna námskeið á Egilsstöðum!