01.10.2020
Nú er búið að reisa bæði nýjan lyftuskúr og stangaskúr (geymslu). Húsin eru hvort um sig 14,8m2 og líta hrikalega vel út. Húsin hafa verið reist í sjálfboðavinnu og eru nánast fullfrágengin.
20.09.2020
Nú er vinna komin á fullt við að reisa nýjan lyftuskúr, stangaskúr og tímatökuhús fyrir skíðagöngu. Framkvæmdir hófust í fyrra en þá var skipt um jarðveg fyrir lyftuskúr og stangaskúr en nú er allt komið á fullt og klárast vonandi framkvæmdir fyrir veturinn.
02.09.2020
Skíðafélag Ólafsfjarðar setti upp ratleik í Bárubraut í byrjun ágúst. Nú hefur verið dregið úr þátttakendum og hljóta þau smá glaðning frá SÓ.
01.09.2020
Nú eru haustæfingar að hefjast hjá krökkunum okkar. Þjálfari er Jónína Kristjánsdóttir.
29.08.2020
Í dag vorum við með fyrsta vinnudaginn á skíðasvæðinu okkar. Ljóst er að vinnudagar verða nokkrir í haust þar sem mikið þarf að laga og einnig erum við að fara að reisa þrjá skúra.