05.03.2021
Um helgina er SÓ með þátttakendur bæði í bikarmótum í alpagreinum og skíðagöngu. Bikarmót í alpagreinum er haldið í Oddsskarði en bikarmót í skíðagöngu á Ísafirði.
03.03.2021
Frábært veður í firðinum í dag. Búið er að troða Bárubraut 3,5km hring en því miður eru aðstæður á "veginum" ekki góðar en annars er brautin bara nokkuð góð.
Verið er að vinna við toglyftuna og óvíst að það klárist fyrir kl 16 í dag.
25.02.2021
Geggjað veður í dag og um að gera að skella sér á skíði.
22.02.2021
Undanfarið hafa verið í gangi byrjendanámskeið hjá SÓ í alpagreinum. Frábær aðsókn hefur verið hjá krökkunum og stefnir í að 14 nýliðar á aldrinum 4-6 ára verði lyftufærir á næstunni.
21.02.2021
Því mður er skíðasvæðið í Tindaöxl lokað í dag vegna bilunar í toglyftu. Búið er að spora Bárubraut og knattspyrnuvöllinn.
20.02.2021
Mikið var um að vera á skíðasvæðinu í Tindaöxl í dag, tvö námskeið með 110 manns í Bárubraut og 60 manna námskeið á Egilsstöðum!
19.02.2021
Fimmtudaginn 18.feb fór fram fyrsta SÓ mótið hjá okkur í skíðagöngu. Nágrannar okkar frá Akureyri mættu til okkar og úr varð skemmtileg keppni.
13.02.2021
Í dag fer rafræna Fjarðargangan fram um allt land, já og næstu daga. Vedur hér kl 07:00 er SV 7-10m og hiti 5 gráður.
11.02.2021
Nýja snjósendingin er geggjuð! Tindaöxl opnar kl 16-19, skíðagönguspor allstaðar, logn, frost 3 gráður!
08.02.2021
Því miður verður Fjarðargangan í ár ekki eins og undanfarin 2 ár. Ákvörðun var tekin í kvöld um að í ár yrði gangan rafræn.